Sigursteinn og Alfa vörðu titil sinn í tölti 30. júní 2012 21:24 Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason. Mynd / Eiðfaxi.is Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A vörðu titil sinn í töltkeppni Landsmóts hestamanna. Þau hlutu hæstu meðaleinkunn keppendanna í úrslitum. Einn af hápunktum landsmóts er efalaust keppni í tölti. Í kvöld komu fram í úrslitum sex bestu töltarar landsins og er skemmst frá því að segja að mikið sjónarspil hafi átt sér stað. Það var orðið mönnum löngu ljóst að Sara Ástþórsdóttir ætlaði sér afar langt á töltdrottingunni Dívu frá Álfhólum. Dómarar voru hins vegar nokkuð ósammála þegar kom að dæmingu á þeim. Hlutu þær t.d. allt frá 7,5 - 9,0 fyrir hraðabreytingar. Þeir voru þó á einu máli um yfirburðagetu þeirra á yfirferðatöltinu. Hlutu þær þrisvar sinnum 9,5 og tvisvar 9,0 og luku þær því keppni í fimmta sæti. Óskar frá Blesastöðum 1A hefur sjaldan verið fallegri en í kvöld hjá Artemisiu Bertus. Af nákvæmi og fágun afgreiddu þau sýningu sína þannig að til fyrirmyndar var. Þá kom reynsla Sigurbjörns Bárðarsonar og Jarls frá Mið-Fossum sér vel. Þeir voru með öryggið uppmálað og hlutu þeir 9,0 fyrir hægt tölt, hæst allra keppenda og urðu í 4. sæti flokksins. Árborg frá Miðey fór fallega hjá Jakobi Svavari Sigurðssyni. Hún hefur bætt sig síðan í fyrra þegar þau urðu í 4. sæti flokksins og fengu núna bronsið með 8,28 í lokaeinkunn. Hinn stórstígi Smyrill frá Hrísum og Hinrik Bragason voru fasmiklir og fjörugir en þeir höfðu ekki í við Dívu og Ölfu á yfirferðatöltinu. Dómarar voru ekki á sama máli um gæði yfirferðarinnar hjá þeim félögum, hlutu þeir allt frá 7,5 - 9,0 fyrir þann hluta. Orkuboltinn Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason ætluðu ekki að gefa frá sér töltbikarinn þótt keppinautarnir væru verðugir. Sýning þeirra var nokkuð jöfn, enda fengu þau sömu meðaleinkunn 8,33 fyrir bæði hægt tölt og hraðabreytingar og 9,00 fyrir hratt tölt og fengu hæstu lokaeinkunn keppenda- 8,55. Mikið afrek hjá þeim Ölfu og Sigursteini.Keppendur/ hægt tölt / hraðabreytingar / yfirferð 1. Sigursteinn Sumarliðason Alfa frá Blesastöðum 1A: 8,33 - 8,33 - 9,00 =8,55 2. Hinrik Bragason Smyrill Hrísum:8,67 - 8,33 - 8,33 = 8,44 3. Jakob Svavar Sigurðsson Árborg frá Miðey: 8,0 - 8,5 - 8,33 = 8,28 4. Sigurbjörn Bárðarson Jarl frá Mið-Fossum: 9,0 - 7,83 - 7,83 = 8,22 5. Sara Ástþórsdóttir Díva frá Álfhólum: 7,5 - 7,83 - 9,34 = 8,22 6. Artemisia Bertus Óskar frá Blesastöðum 1A: 8,0 - 8,0 - 8,33 = 8,11 Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A vörðu titil sinn í töltkeppni Landsmóts hestamanna. Þau hlutu hæstu meðaleinkunn keppendanna í úrslitum. Einn af hápunktum landsmóts er efalaust keppni í tölti. Í kvöld komu fram í úrslitum sex bestu töltarar landsins og er skemmst frá því að segja að mikið sjónarspil hafi átt sér stað. Það var orðið mönnum löngu ljóst að Sara Ástþórsdóttir ætlaði sér afar langt á töltdrottingunni Dívu frá Álfhólum. Dómarar voru hins vegar nokkuð ósammála þegar kom að dæmingu á þeim. Hlutu þær t.d. allt frá 7,5 - 9,0 fyrir hraðabreytingar. Þeir voru þó á einu máli um yfirburðagetu þeirra á yfirferðatöltinu. Hlutu þær þrisvar sinnum 9,5 og tvisvar 9,0 og luku þær því keppni í fimmta sæti. Óskar frá Blesastöðum 1A hefur sjaldan verið fallegri en í kvöld hjá Artemisiu Bertus. Af nákvæmi og fágun afgreiddu þau sýningu sína þannig að til fyrirmyndar var. Þá kom reynsla Sigurbjörns Bárðarsonar og Jarls frá Mið-Fossum sér vel. Þeir voru með öryggið uppmálað og hlutu þeir 9,0 fyrir hægt tölt, hæst allra keppenda og urðu í 4. sæti flokksins. Árborg frá Miðey fór fallega hjá Jakobi Svavari Sigurðssyni. Hún hefur bætt sig síðan í fyrra þegar þau urðu í 4. sæti flokksins og fengu núna bronsið með 8,28 í lokaeinkunn. Hinn stórstígi Smyrill frá Hrísum og Hinrik Bragason voru fasmiklir og fjörugir en þeir höfðu ekki í við Dívu og Ölfu á yfirferðatöltinu. Dómarar voru ekki á sama máli um gæði yfirferðarinnar hjá þeim félögum, hlutu þeir allt frá 7,5 - 9,0 fyrir þann hluta. Orkuboltinn Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason ætluðu ekki að gefa frá sér töltbikarinn þótt keppinautarnir væru verðugir. Sýning þeirra var nokkuð jöfn, enda fengu þau sömu meðaleinkunn 8,33 fyrir bæði hægt tölt og hraðabreytingar og 9,00 fyrir hratt tölt og fengu hæstu lokaeinkunn keppenda- 8,55. Mikið afrek hjá þeim Ölfu og Sigursteini.Keppendur/ hægt tölt / hraðabreytingar / yfirferð 1. Sigursteinn Sumarliðason Alfa frá Blesastöðum 1A: 8,33 - 8,33 - 9,00 =8,55 2. Hinrik Bragason Smyrill Hrísum:8,67 - 8,33 - 8,33 = 8,44 3. Jakob Svavar Sigurðsson Árborg frá Miðey: 8,0 - 8,5 - 8,33 = 8,28 4. Sigurbjörn Bárðarson Jarl frá Mið-Fossum: 9,0 - 7,83 - 7,83 = 8,22 5. Sara Ástþórsdóttir Díva frá Álfhólum: 7,5 - 7,83 - 9,34 = 8,22 6. Artemisia Bertus Óskar frá Blesastöðum 1A: 8,0 - 8,0 - 8,33 = 8,11
Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira