Hönefoss vann 2-1 sigur á Brann í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í dag. Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson léku allan leikinn.
Brann komst reyndar yfir með marki á nítjándu mínútu en Hönefoss tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum í upphafi síðari hálfleiks.
Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn fyrir Brann sem er í áttunda sæti deildarinnar með sextán stig. Hönefoss er í því sjötta með 21.
Ari Freyr Skúlason lék með sínum mönnum í GIF Sundsvall í dag er liðið gerði 3-3 jafntefli við Åtvidaberg í sænskuúrvalsdeildinni í dag. Sundsvall er í níunda sæti deildarinnar með sautján stig.
