Amazon þróar snjallsíma Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. júlí 2012 10:48 Jeff Bezos, stjórnarformaður og stofnandi Amazon. mynd/AFP Talið er að vefverslunarrisinn Amazon sé nú að þróa sinn eigin snjallsíma. Fyrirtækið, sem lengst af seldi rafbækur, og það með góðum árangri, hefur á síðustu árum aukið umsvif sín verulega á raftækjamarkaðinum með vörum eins og Kindle lesbrettinu og Kindle Fire spjaldtölvunni. Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki síðustu mánuði um innreið Amazon á snjallsímamarkaðinn. Nú þykir ljóst að þróun snjallsímans sé á lokastigi og að Amazon hafi sótt um fjölda einkaleyfa vegna tækisins. Þá hefur fyrirtækið samið við tævanska raftækjaframleiðandann Foxconn um að sjá um framleiðslu snjallsímans. Líklegt þykir að síminn verði knúinn af Android stýrikerfinu en Kindle Fire spjaldtölvan notast við sama hugbúnað. Apple og Samsung hafa lengi vel drottnað yfir hinum ört vaxandi snjallsímamarkaði en fyrirtækin seldu tæplega 400 milljón snjallsíma á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ljóst er að Amazon vill tryggja sér hlutdeild á þessum markaði. Amazon er þó að mörgu leyti frábrugðið samkeppnisaðilum sínum. Öfugt á við Apple, Samsung og THC þá getur Amazon selt vörur sínar með tapi því tilgangur Kindle Fire og hins væntanlega snjallsíma er að færa notendur nær vefverslun fyrirtækisins. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Talið er að vefverslunarrisinn Amazon sé nú að þróa sinn eigin snjallsíma. Fyrirtækið, sem lengst af seldi rafbækur, og það með góðum árangri, hefur á síðustu árum aukið umsvif sín verulega á raftækjamarkaðinum með vörum eins og Kindle lesbrettinu og Kindle Fire spjaldtölvunni. Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki síðustu mánuði um innreið Amazon á snjallsímamarkaðinn. Nú þykir ljóst að þróun snjallsímans sé á lokastigi og að Amazon hafi sótt um fjölda einkaleyfa vegna tækisins. Þá hefur fyrirtækið samið við tævanska raftækjaframleiðandann Foxconn um að sjá um framleiðslu snjallsímans. Líklegt þykir að síminn verði knúinn af Android stýrikerfinu en Kindle Fire spjaldtölvan notast við sama hugbúnað. Apple og Samsung hafa lengi vel drottnað yfir hinum ört vaxandi snjallsímamarkaði en fyrirtækin seldu tæplega 400 milljón snjallsíma á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ljóst er að Amazon vill tryggja sér hlutdeild á þessum markaði. Amazon er þó að mörgu leyti frábrugðið samkeppnisaðilum sínum. Öfugt á við Apple, Samsung og THC þá getur Amazon selt vörur sínar með tapi því tilgangur Kindle Fire og hins væntanlega snjallsíma er að færa notendur nær vefverslun fyrirtækisins.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira