Fótboltafélagið Manchester United hefur sótt um skráningu í Kauphöllina í New York. Stjórnendur félagsins vonast til að safna um 64 milljónum evra eða um 12.5 milljörðum króna með sölu á hlutabréfunum.
Fyrir nokkru stóð til að United yrði skráð á hlutabréfamarkað í Singapúr en ekkert varð af því. Núna hefur félagið skilað gögnum sínum til bandaríska fjármálaeftirlitsins í þeirri von um að fá inngöngu í Kauphöllin í New York.
Talið er að United, sem er eitt vinsælasta fótboltalið veraldar, komi til með að nota skráninguna til að greiða niður skuldir sínar.
Það er Glazer fjölskyldan sem hefur átt félagið síðan árið 2005 en hún á einnig bandaríska ruðningsliðið Tampa Bay Buccaneers.
Manchester United sækir um skráningu í Kauphöllina í New York

Mest lesið

„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“
Viðskipti erlent


Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna
Viðskipti innlent

Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón
Viðskipti innlent

„Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“
Viðskipti innlent

Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári
Viðskipti innlent

Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum
Viðskipti erlent

Að sleikja narsisstann upp í vinnunni
Atvinnulíf
