Raunveruleikastjarnan og hótelerfinginn Paris Hilton hefur áhuga á að stofna sína eigin hótelkeðju og ganga þar með í fótspor langafa síns Conrad Hilton.
Þetta kemur fram í viðtali tímaritsins Hello við stjörnuna en þar segir hún að fyrir utan hótelkeðju ætli hún einnig að koma á fót veitingastöðum og næturklúbbum undir sínu eigin nafni.
Þegar eru til verslanir með nafni Paris Hilton og raunar búið að stofna 50 slíkar víða um heiminn. Í þeim er m.a. til sölu fatnaður, skór, skartgripir og snyrtivörur fyrir kvenfólk.
Paris Hilton vill stofna eigin hótelkeðju
