Móðir telpnanna leitar til dómstóla Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 2. júlí 2012 19:03 Móðir telpnanna þriggja, sem teknar voru með lögregluvaldi fyrir helgi, ætlar ásamt lögmanni sínum að leita til dómstóla til að fá úr því skorið hvort aðgerðin hafi verið lögleg. Lögmaður föðurins segir Ísland skuldbundið alþjóðasáttmálum til að beita þessu neyðarúrræði. Fréttastofa hefur í dag rætt við ýmsa sem tengjast máli telpnanna þriggja sem teknar voru með lögregluvaldi af móður sinni á föstudag. Telpurnar flugu til Danmerkur í gær með dönskum föður sínum Kim Laursen. Kim og Hjördís Svan móðir þeirra hafa átt í hatrammri forræðisdeilu um börnin í á þriðja ár. Þeim var dæmt sameiginlegt forræði í Danmörku þann 16. janúar og tveimur dögum síðar flutti Hjördís til Íslands með dæturnar, án vitundar föðurins. Það var því í samræmi við dómsúrskurð hér sem dæturnar voru teknar af móður sinni á föstudaginn. Lögmaður Kim Laursens á Íslandi sagði í samtali við fréttastofu í dag - að sér fyndist hræðilegt að börn þurfi að ganga í gegnum svona aðgerð, en þetta sé neyðarúrræði. Íslendingar séu bundnir af lögum og alþjóðasamningum sem skyldi okkur til að beita þessu úrræði. Hún bendir á að það sé bæði skylda og réttur, þannig að Íslendingar í forsjárdeilum í útlöndum eigi líka rétt til að sækja börn sín með sama hætti ef brotið er á umgengni eða forsjá þeirra. Móðirin og lögmaður hennar efast um lögmæti aðgerðarinnar og ætla að leita til héraðsdómara til að fá skorið úr um lögmæti hennar. Sömuleiðis ætlar móðirin þá mótmæla atriðum í framkvæmd sýslumanns á vettvangi - en lögmaður hennar furðaði sig á því í hádegisfréttum okkar að barnaverndarnefnd Kópavogs hefði ekki kyrrsett börnin vegna nýrra gagna í málinu, sem lúta að ásökunum móður í garð föðurins. Barnaverndarnefnd Kópavogs ætlar ekki að tjá sig í dag en hyggst senda frá sér yfirlýsingu á morgun um málið. Fréttastofa hefur einnig undir höndum bréf sem Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður sendi á elleftu stundu til innanríkis- og velferðarráðherra um hádegisbil í gær, skömmu áður börnin voru flutt úr landi. Þar kveðst hann ekki skilja hvernig svo margir geti brugðist í einföldu máli, mistökin séu með ólíkindum og hann voni fyrir sitt litla líf að manndómur og kjarkur finnist á æðstu stöðum til að taka af skarið og kyrrsetja börnin á meðan málið sé rannsakað. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Móðir telpnanna þriggja, sem teknar voru með lögregluvaldi fyrir helgi, ætlar ásamt lögmanni sínum að leita til dómstóla til að fá úr því skorið hvort aðgerðin hafi verið lögleg. Lögmaður föðurins segir Ísland skuldbundið alþjóðasáttmálum til að beita þessu neyðarúrræði. Fréttastofa hefur í dag rætt við ýmsa sem tengjast máli telpnanna þriggja sem teknar voru með lögregluvaldi af móður sinni á föstudag. Telpurnar flugu til Danmerkur í gær með dönskum föður sínum Kim Laursen. Kim og Hjördís Svan móðir þeirra hafa átt í hatrammri forræðisdeilu um börnin í á þriðja ár. Þeim var dæmt sameiginlegt forræði í Danmörku þann 16. janúar og tveimur dögum síðar flutti Hjördís til Íslands með dæturnar, án vitundar föðurins. Það var því í samræmi við dómsúrskurð hér sem dæturnar voru teknar af móður sinni á föstudaginn. Lögmaður Kim Laursens á Íslandi sagði í samtali við fréttastofu í dag - að sér fyndist hræðilegt að börn þurfi að ganga í gegnum svona aðgerð, en þetta sé neyðarúrræði. Íslendingar séu bundnir af lögum og alþjóðasamningum sem skyldi okkur til að beita þessu úrræði. Hún bendir á að það sé bæði skylda og réttur, þannig að Íslendingar í forsjárdeilum í útlöndum eigi líka rétt til að sækja börn sín með sama hætti ef brotið er á umgengni eða forsjá þeirra. Móðirin og lögmaður hennar efast um lögmæti aðgerðarinnar og ætla að leita til héraðsdómara til að fá skorið úr um lögmæti hennar. Sömuleiðis ætlar móðirin þá mótmæla atriðum í framkvæmd sýslumanns á vettvangi - en lögmaður hennar furðaði sig á því í hádegisfréttum okkar að barnaverndarnefnd Kópavogs hefði ekki kyrrsett börnin vegna nýrra gagna í málinu, sem lúta að ásökunum móður í garð föðurins. Barnaverndarnefnd Kópavogs ætlar ekki að tjá sig í dag en hyggst senda frá sér yfirlýsingu á morgun um málið. Fréttastofa hefur einnig undir höndum bréf sem Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður sendi á elleftu stundu til innanríkis- og velferðarráðherra um hádegisbil í gær, skömmu áður börnin voru flutt úr landi. Þar kveðst hann ekki skilja hvernig svo margir geti brugðist í einföldu máli, mistökin séu með ólíkindum og hann voni fyrir sitt litla líf að manndómur og kjarkur finnist á æðstu stöðum til að taka af skarið og kyrrsetja börnin á meðan málið sé rannsakað.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira