Móðir telpnanna leitar til dómstóla Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 2. júlí 2012 19:03 Móðir telpnanna þriggja, sem teknar voru með lögregluvaldi fyrir helgi, ætlar ásamt lögmanni sínum að leita til dómstóla til að fá úr því skorið hvort aðgerðin hafi verið lögleg. Lögmaður föðurins segir Ísland skuldbundið alþjóðasáttmálum til að beita þessu neyðarúrræði. Fréttastofa hefur í dag rætt við ýmsa sem tengjast máli telpnanna þriggja sem teknar voru með lögregluvaldi af móður sinni á föstudag. Telpurnar flugu til Danmerkur í gær með dönskum föður sínum Kim Laursen. Kim og Hjördís Svan móðir þeirra hafa átt í hatrammri forræðisdeilu um börnin í á þriðja ár. Þeim var dæmt sameiginlegt forræði í Danmörku þann 16. janúar og tveimur dögum síðar flutti Hjördís til Íslands með dæturnar, án vitundar föðurins. Það var því í samræmi við dómsúrskurð hér sem dæturnar voru teknar af móður sinni á föstudaginn. Lögmaður Kim Laursens á Íslandi sagði í samtali við fréttastofu í dag - að sér fyndist hræðilegt að börn þurfi að ganga í gegnum svona aðgerð, en þetta sé neyðarúrræði. Íslendingar séu bundnir af lögum og alþjóðasamningum sem skyldi okkur til að beita þessu úrræði. Hún bendir á að það sé bæði skylda og réttur, þannig að Íslendingar í forsjárdeilum í útlöndum eigi líka rétt til að sækja börn sín með sama hætti ef brotið er á umgengni eða forsjá þeirra. Móðirin og lögmaður hennar efast um lögmæti aðgerðarinnar og ætla að leita til héraðsdómara til að fá skorið úr um lögmæti hennar. Sömuleiðis ætlar móðirin þá mótmæla atriðum í framkvæmd sýslumanns á vettvangi - en lögmaður hennar furðaði sig á því í hádegisfréttum okkar að barnaverndarnefnd Kópavogs hefði ekki kyrrsett börnin vegna nýrra gagna í málinu, sem lúta að ásökunum móður í garð föðurins. Barnaverndarnefnd Kópavogs ætlar ekki að tjá sig í dag en hyggst senda frá sér yfirlýsingu á morgun um málið. Fréttastofa hefur einnig undir höndum bréf sem Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður sendi á elleftu stundu til innanríkis- og velferðarráðherra um hádegisbil í gær, skömmu áður börnin voru flutt úr landi. Þar kveðst hann ekki skilja hvernig svo margir geti brugðist í einföldu máli, mistökin séu með ólíkindum og hann voni fyrir sitt litla líf að manndómur og kjarkur finnist á æðstu stöðum til að taka af skarið og kyrrsetja börnin á meðan málið sé rannsakað. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Móðir telpnanna þriggja, sem teknar voru með lögregluvaldi fyrir helgi, ætlar ásamt lögmanni sínum að leita til dómstóla til að fá úr því skorið hvort aðgerðin hafi verið lögleg. Lögmaður föðurins segir Ísland skuldbundið alþjóðasáttmálum til að beita þessu neyðarúrræði. Fréttastofa hefur í dag rætt við ýmsa sem tengjast máli telpnanna þriggja sem teknar voru með lögregluvaldi af móður sinni á föstudag. Telpurnar flugu til Danmerkur í gær með dönskum föður sínum Kim Laursen. Kim og Hjördís Svan móðir þeirra hafa átt í hatrammri forræðisdeilu um börnin í á þriðja ár. Þeim var dæmt sameiginlegt forræði í Danmörku þann 16. janúar og tveimur dögum síðar flutti Hjördís til Íslands með dæturnar, án vitundar föðurins. Það var því í samræmi við dómsúrskurð hér sem dæturnar voru teknar af móður sinni á föstudaginn. Lögmaður Kim Laursens á Íslandi sagði í samtali við fréttastofu í dag - að sér fyndist hræðilegt að börn þurfi að ganga í gegnum svona aðgerð, en þetta sé neyðarúrræði. Íslendingar séu bundnir af lögum og alþjóðasamningum sem skyldi okkur til að beita þessu úrræði. Hún bendir á að það sé bæði skylda og réttur, þannig að Íslendingar í forsjárdeilum í útlöndum eigi líka rétt til að sækja börn sín með sama hætti ef brotið er á umgengni eða forsjá þeirra. Móðirin og lögmaður hennar efast um lögmæti aðgerðarinnar og ætla að leita til héraðsdómara til að fá skorið úr um lögmæti hennar. Sömuleiðis ætlar móðirin þá mótmæla atriðum í framkvæmd sýslumanns á vettvangi - en lögmaður hennar furðaði sig á því í hádegisfréttum okkar að barnaverndarnefnd Kópavogs hefði ekki kyrrsett börnin vegna nýrra gagna í málinu, sem lúta að ásökunum móður í garð föðurins. Barnaverndarnefnd Kópavogs ætlar ekki að tjá sig í dag en hyggst senda frá sér yfirlýsingu á morgun um málið. Fréttastofa hefur einnig undir höndum bréf sem Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður sendi á elleftu stundu til innanríkis- og velferðarráðherra um hádegisbil í gær, skömmu áður börnin voru flutt úr landi. Þar kveðst hann ekki skilja hvernig svo margir geti brugðist í einföldu máli, mistökin séu með ólíkindum og hann voni fyrir sitt litla líf að manndómur og kjarkur finnist á æðstu stöðum til að taka af skarið og kyrrsetja börnin á meðan málið sé rannsakað.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira