Golf

Woods tók fram úr Nicklaus

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Tiger Woods sigraði á AT&T mótinu á Congressional-vellinum sem lauk í Los Angeles í gær. Woods komst með sigrinum upp fyrir Jack Nicklaus með næstflesta sigra á PGA-mótaröðinni frá upphafi.

Woods vann sitt 74. PGA mót með fínum lokahring í gær. Woods spilaði hringinn á 69 höggum eða tveimur undir pari og var samanlagt á átta undir pari. Næstur kom Bandaríkjamaðurinn Bo Van Pelt sem lék hring gærdagsins á einu höggi undir pari.

Brendan de Jonge, sem hafði foryrstu fyrir lokahringinn, fataðist flugið. De Jonge sem er frá Simbabve spilaði lokahringinn á 77 höggum eða sex höggum yfir pari.

Þetta var þriðji sigur Woods á PGA-mótaröðinni á tímabilinu en hann sigraði einnig á Palmer-boðsmótinu og Memorial-mótinu.

Sam Snead trónir á toppi sigursælustu PGA-kylfinga sögunnara með 82 sigra á PGA-mótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×