Golf

Adam Scott á besta skori dagsins | Tiger líklegur til afreka

Steve Williams fyrrum aðstoðarmaður Tiger Woods er í vinnu hjá Ástralanum Adam Scott þessa dagana.
Steve Williams fyrrum aðstoðarmaður Tiger Woods er í vinnu hjá Ástralanum Adam Scott þessa dagana. Nordic Photos / Getty Images
Adam Scott frá Ástralíu er á besta skori dagsins á opna breska meistaramótinu í golfi sem hófst í morgun á Royal Lytham & St. Annes. Scott lék á 6 höggum undir pari vallar eða 64 höggum. Paul Lawrie frá Skotland er á 5 höggum undir pari eða 65 höggum. Tiger Woods hefur leikið 14 holur þegar þetta er skrifað og er hann á 4 höggum undir pari og Zach Johnson er á -6 en hann hefur leikið 6 holur.

Nokkrir þekktir kappar sem hafa náð að landa sigri á þessu stórmóti hafa lokið leik í dag. Bandaríkjamaðurinn John Daly er á +2 og landi hans David Duval er á +4.

Ian Poulter frá Englandi hefur lokið leik í dag og er hann á +1, Lee Westwood sem er einnig frá Englandi er á +2 eftir 16 holur.

Darren Clarke, sem hefur titil að verja á mótinu var á +6 þegar hann hafði leikið 17 holur.

Staðan á mótinu:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×