Kínverjar lána Afríkuríkjum 2.500 milljarða 19. júlí 2012 07:18 Kínverjar ætla að lána 50 Afríkuríkjum 20 milljarða dollara, eða um 2.500 milljarða króna, á næstu þremur árum. Lánið á að nota til ýmiskonar uppbyggingar í samgöngum og landbúnaði og til að liðka fyrir stofnun smærri fyrirtækja. Tilkynnt var um lánið á fundi í Bejing sem Hu Jintao forseti Kína átti með leiðtogum ríkjanna 50 í gær. Lán þetta er tvöfalt stærra en það sem Kínverjar veittu þessum þjóðum árið 2009. Frá þeim tíma hefur Kína orðið stærsti einstaki viðskiptafélagi Afríku en viðskiptin milli Kína og Afríku námu 166 milljörðum dollara í fyrra. Kínverjar vinna að því leynt og ljóst að styrkja stöðu sína í Afríku enda býr álfan yfir miklu af ónýttum náttúruauðæfum. Hvernig Kínverjar fara að þessu hefur verið gagnrýnt víða. Gagnrýnin gengur aðallega út á að umhverfisvernd situr á hakanum í áformum Kínverjanna og að þeir nota mikið eigin verkamenn í stað þess að ráða innfædda í flestum framkvæmdum sínum. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kínverjar ætla að lána 50 Afríkuríkjum 20 milljarða dollara, eða um 2.500 milljarða króna, á næstu þremur árum. Lánið á að nota til ýmiskonar uppbyggingar í samgöngum og landbúnaði og til að liðka fyrir stofnun smærri fyrirtækja. Tilkynnt var um lánið á fundi í Bejing sem Hu Jintao forseti Kína átti með leiðtogum ríkjanna 50 í gær. Lán þetta er tvöfalt stærra en það sem Kínverjar veittu þessum þjóðum árið 2009. Frá þeim tíma hefur Kína orðið stærsti einstaki viðskiptafélagi Afríku en viðskiptin milli Kína og Afríku námu 166 milljörðum dollara í fyrra. Kínverjar vinna að því leynt og ljóst að styrkja stöðu sína í Afríku enda býr álfan yfir miklu af ónýttum náttúruauðæfum. Hvernig Kínverjar fara að þessu hefur verið gagnrýnt víða. Gagnrýnin gengur aðallega út á að umhverfisvernd situr á hakanum í áformum Kínverjanna og að þeir nota mikið eigin verkamenn í stað þess að ráða innfædda í flestum framkvæmdum sínum.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira