Kobe Bryant er ekki hrifin af hugmyndum NBA deildarinnar þess efnis að setja aldursmörk á þá leikmenn sem valdir verða í bandaríska ólympíulandsliðið í nánustu framtíð. Bryant undirbýr sig af krafti með liðsfélögum sínum fyrir titilvörnina á ÓL í London sem hefjast eftir rúmlega viku.
David Stern, framkvæmdastjóri NBA, hefur viðrað þá hugmynd að bandaríska liðið verði aðeins skipað leikmönnum 23 ára og yngri á næstu ólympíuleikum. „Þetta er heimskuleg hugmynd," sagði hinn 33 ára gamli Bryant í gær. „Leikmenn eiga að fá að ákveða það sjálfir hvort þeir taki þátt eða ekki," sagði Bryant. Það eru eigendur NBA liða sem hafa áhyggjur af því álagi sem fylgir því að taka þátt í landsliðsverkefnum á borð við ÓL.
Bryant, sem hefur fimm sinnum fagnað sigri í NBA deildinni með LA Lakers vill að þeir bestu fái að glíma við þá bestu á ÓL. „Ólympíuleikarnir snúast um að bestu íþróttamenn heims fái að keppa. Aldurstakmörk yrðu til þess að skaða ímynd ÓL," bætti Bryant við en bandaríska liðið lagði landslið Brasilíu í vináttuleik sem fram fór í Manchester 80-69 á þriðjudaginn.
Kobe Bryant blæs á hugmyndir NBA um aldurstakmörk

Mest lesið


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti



„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn


Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn