Golf

Woods mættur til Englands | býst við erfiðum aðstæðum

Tiger Woods var við æfingar á Royal Lytham vellinum í gær.
Tiger Woods var við æfingar á Royal Lytham vellinum í gær. Getty Images / Nordic Photos
Tiger Woods er mættur til Englands þar sem hann undirbýr sig fyrir opna breska meistaramótið sem hefst á fimmtudaginn á Royal Lytham vellinum á Englandi. Bandaríski kylfingurinn, sem hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum sagði eftir fyrsta æfingahringinn að karginn utan brautar væri gríðarlega erfiður á vellinum og á nokkrum stöðum væri ekki hægt að leika boltanum úr slíkri stöðu.

„Við erum vanir erfiðum aðstæðum á opna breska meistaramótinu, en það eru nokkrir staðir á vellinum sem ég hef aldrei upplifað annað eins. Karginn hefur aldrei verið þykkari, hærri og stífari á þessum stöðum," sagði Woods við fréttamenn í gær. „Það er varla hægt að slá boltann úr þessu grasi," bætti hann við.

Norður-Írinn Darren Clarke hefur titil að verja á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×