Golf

Þórður Rafn tapaði ekki höggi á 27 holum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórður Rafn Gissurarson.
Þórður Rafn Gissurarson. Mynd/Seth
GR-ingurinn Þórður Rafn Gissurarson er eins og er í þriðja sætinu á Íslandsmótinu í höggleik en lokadagurinn er kominn á fullt á Strandarvelli á Hellu. Það er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á Stöð2 Sport sem og hér inn á Vísi.

Þórður Rafn hefur lent í smá basli í upphafi lokadagsins því hann er búinn að fá tvo skolla á fyrstu fjórum holunum eftir að hafa ekki tapað höggi á 27 holum þar á undan.

Þórður Rafn lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari en hann fékk þá þrjá fugla og paraði hinar fimmtán holurnar. Þórður Rafn paraði líka síðustu níu holurnar á öðrum degi keppninnar.

Þórður Rafn var því búinn að leika 27 holur í röð án þess að fá skolla þegar hann fékk skolla á fyrstu holunni í dag. Hann fékk fugl á þriðju holunni en síðan annan skolla á þeirri fjórðu.

Nú er að sjá hvort Þórður Rafn nái að fylgja efstu mönnum eftir. Haraldur Franklín Magnús og Rúnar Arnórsson eru báðir á einu höggi undir pari og þar með á sex höggum undir pari samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×