Fjármálaeftirlitið í Mexíkó hefur sektað HSBC bankann um tæplega 3,5 milljarða króna vegna brota á lögum um peningaþvætti í landinu.
Um er að ræða stærstu sekt sinnar tegundar í sögu Mexíkó og nemur hún yfir helmingi af árlegum hagnaði dótturfélags bankans í Mexíkó í fyrra.
Eins og fram hefur komið í fréttum stundaði HSBC peningaþvætti fyrir fíkniefnagengi í Mexíkó og aðra skuggabaldra árum saman.
Nú stendur yfir lögreglurannsókn á starfsemi bankans í Bandaríkjnunum en hneykslið í kringum peningaþvætti HSBC fyrir glæpamenn víða um heiminn hefur þegar kostað einn yfirmann bankans starfið.
HSBC bankinn sektaður um 3,5 milljarða í Mexíkó
