Samdrátturinn í efnahagslífi Bretlands er meiri en áður var talið. Landsframleiðsla Breta dróst saman um 0,7% á öðrum ársfjórðungi ársins miðað við þann fyrsta.
Þar með hefur landsframleiðslan á Bretlandi dregist saman þrjá ársfjórðunga í röð og telst landið því vera í kreppu. Sérfræðingar reiknuðu með að landsframleiðslan myndi aðeins dragast saman um 0,2% á öðrum ársfjórðungi.
Á síðustu 12 mánuðum hefur landsframleiðslan í Bretlandi dregist saman um 0,8% en spár gerðu ráð fyrir 0,3% samdrætti. Ekki ríkir mikil bjartsýni um að staðan batni á yfirstandi ársfjórðungi, að því er segir á vefsíðu börsen.
Meiri samdráttur í Bretlandi en áður var talið

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent
Viðskipti innlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent
