Fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu í dag að lána allt að veita spænska ríkinu allt að 100 milljarða evra, eða jafngildi 15.200 milljarða króna, lán svo hægt verði að endurfjármagna bankana. Samkvæmt frétt BBC mun nákvæm lánsfjárhæð þó ekki liggja fyrir fyrr en í september þegar spænska ríkið mun fá endurskoðaða reikninga bankanna í sínar hendur. Spánverjar munu þurfa að þróa og bæta reglugerðarumhverfi bankanna. Markaðurinn hefur ekki tekið vel í tíðindin og féllu hlutabréf um 5% vegna þeirra.
