Atvinnuleysi í Evrópu er nú í hæstu hæðum samkvæmt tilkynningu sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í morgun. Atvinnuleysi mælist nú 11,2 prósent, svipað og í maí mánuði, en atvinnulausum í Evrópu hefur fjölgað um tvær milljónir manna á einu ári, en í júní í fyrra mældist meðalatvinnuleysi í Evrópu 10,4 prósent.
Samkvæmt tilkynningu Eurostat eru nú tæplega 18 milljónir manna án vinnu í Evrópu.
Minnsta atvinnuleysið var í Austurríki 4,5%, í Hollandi mældist það 5,1% og Þýskalandi 5,4%. Atvinnuleysið er áfram mest á Spáni, tæplega 25 prósent.
Sjá má tilkynningu Eurostat hér.
