Af 31 ríki í Evrópu sem skila inn upplýsingum um landsframleiðslu sína til Hagstofu Evrópu teljast 13 þeirra vera í kreppu samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunum.
Þessu ríkjum hefur fjölgað verulega frá árinu 2010 en þá töldust aðeins þrjú af ríkjunum, þar á meðal Ísland, vera í kreppu, það er að samdráttur hafi orðið í landsframleiðslunni tvo ársfjórðunga í röð. Ísland hefur hinsvegar búið við hagvöxt í hálft annað ár.
Þetta kemur fram í yfirliti frá Hagfræðideild Landsbankans. Fram kemur að þau ríki sem teljast vera í kreppu mynduðu um 45% af heildarlandsframleiðslu Evrópu á fyrsta ársfjórðungi ársins og munar þar mest um stór hagkerfi á borð við hið breska, spænska og ítalska.
Rúmlega þriðjungur Evrópuríkja telst vera í kreppu

Mest lesið


„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent


Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent


Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent


Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent