Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópu, varar við því að evrusvæðið geti liðast í sundur í bók sem kallast "Hvernig við björgum evrunni og styrkjum Evrópu" og kemur út í þessari viku.
Öll rök standa til þess að bjarga evrusvæðinu. Það liggur þó enn ekki fyrir hve mörg ríki geta verið með í framtíðinni, segir Issing í bókinni, sem er skrifuð sem samtal á milli hagfræðings og blaðamanns.
Samkvæmt frásögn Daily Telegraph nefnir Issing Grikkland aldrei á nafn, en ríkið hefur rambað á barmi gjaldþrots í allnokkurn tíma. Ríkið hefur þurft að skera verulega niður útgjöld og hækka skatta til að fá lánafyrirgreiðslu frá Evrópusambandinu og Seðlabanka Evrópu.
Issing er einn af þeim sem hönnuðu evrusamstarfið, en hann spáði því jafnframt að vandamál gætu komið upp. Nú segir hann að sum ríki verði að yfirgefa myntsamstarfið til að ná tökum á eigin skuldamálum en Þýskaland ætti að vera áfram í evrusamstarfinu.
Einn af upphafsmönnum evrusamstarfsins óttast um framtíð þess
JHH skrifar

Mest lesið

Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent


Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent

Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent


Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent