Alfreð Finnbogason og félagar í sænska liðinu Helsingborg komust í kvöld áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-1 heimasigur á pólska liðinu Slask Wroclaw. Helsingborg vann fyrri leikinn 3-0 og þar með 6-1 samanlagt.
Alfreð átti flottan leik og lagði upp öll þrjú mörk liðsins. Norðmaðurinn Thomas Sörum átti Alfreð mikið að þakka því hann skoraði skoraði þrennu eftir þessar sendingar íslenska landsliðsmannsins.
Sörum skoraði mörkin sín á 43., 49. og 68. mínútu en Cristian Diaz hafði komið Pólverjunum yfir á 31. mínútu.
Alfreð átti mikinn þátt í að Helsingborg komst áfram því hann kom Svíunum í 1-0 í fyrri leiknum í Póllandi.
Alfreð lagði upp öll þrjú mörkin í stórsigri Helsingborg
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn





Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn