Standard Chartered í stórfelldu svindli með Íransstjórn Magnús Halldórsson skrifar 6. ágúst 2012 17:46 Breski bankinn Standard Charted Bank (SCB), sem þekktur er fyrir að auglýsa starfsemi sína framan á búningum enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er grunaður um stórfellda ólöglega bankastarfsemi í viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Frá þessu er greint á vefsíðu Financial Times (FT) í dag og eru meðal annars birt skjöl frá Fjármálaeftirlitinu í New York, þar sem lögbrotin eru útlistuð og reifuð. Í skjölunum, sem FT vitnar til, segir meðal annars orðrétt: "Í næstum tíu ár, svindlaði SCB með írönskum stjórnvöldum og faldi fyrir eftirlitsaðilum um 60 þúsund færslur upp á 250 milljarða dala." Upphæðin jafngildir um 31.250 milljörðum króna, eða um tuttugufaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Í gögnum sem FT birtir segir enn fremur að æðstu stjórnendur bankans hafi vitað af starfseminni, sem fór fram í gegnum starfsemi bankans í New York, og rætt um það sín á milli að það þyrfti að endurskoða hana. Þá segir einnig að hætta sé á því að starfsemin varði við lög, og sakamálarannsókn á hendur stjórnendum geti komið til. Líklegt er talið að SCB muni missa starfsleyfið í New York, en brot bankans eru talin svo alvarleg og umsvifamikil að þau hafi ógnað stöðugleika í heiminum og verið ógn við heimsfrið. Alþjóðlegt viðskiptabann er í gildi gagnvart Íran og hafa Sameinuðu þjóðirnar sífellt þrengt að Írönum, með efnahagsþvingunum, á undanförnum árum. Frétt FT um stórfelld lögbrot SCB bankans, sem birt var í dag, má sjá hér. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breski bankinn Standard Charted Bank (SCB), sem þekktur er fyrir að auglýsa starfsemi sína framan á búningum enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er grunaður um stórfellda ólöglega bankastarfsemi í viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Frá þessu er greint á vefsíðu Financial Times (FT) í dag og eru meðal annars birt skjöl frá Fjármálaeftirlitinu í New York, þar sem lögbrotin eru útlistuð og reifuð. Í skjölunum, sem FT vitnar til, segir meðal annars orðrétt: "Í næstum tíu ár, svindlaði SCB með írönskum stjórnvöldum og faldi fyrir eftirlitsaðilum um 60 þúsund færslur upp á 250 milljarða dala." Upphæðin jafngildir um 31.250 milljörðum króna, eða um tuttugufaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Í gögnum sem FT birtir segir enn fremur að æðstu stjórnendur bankans hafi vitað af starfseminni, sem fór fram í gegnum starfsemi bankans í New York, og rætt um það sín á milli að það þyrfti að endurskoða hana. Þá segir einnig að hætta sé á því að starfsemin varði við lög, og sakamálarannsókn á hendur stjórnendum geti komið til. Líklegt er talið að SCB muni missa starfsleyfið í New York, en brot bankans eru talin svo alvarleg og umsvifamikil að þau hafi ógnað stöðugleika í heiminum og verið ógn við heimsfrið. Alþjóðlegt viðskiptabann er í gildi gagnvart Íran og hafa Sameinuðu þjóðirnar sífellt þrengt að Írönum, með efnahagsþvingunum, á undanförnum árum. Frétt FT um stórfelld lögbrot SCB bankans, sem birt var í dag, má sjá hér.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira