Venus Williams féll í dag úr leik í 3. umferð einliðaleiks kvenna í tenniskeppni Ólympíuleikanna. Williams tapaði í tveimur settum 7-6 og 7-6 gegn Angelique Kerber frá Þýskalandi.
Venus hafði frumkvæðið í báðum settum en virkaði þreytt og tókst ekki að klára dæmið. Hún hefur glímt við erfið veikindi sem hún virðist enn vera að jafna sig á.
Kerber kann greinilega vel við sig á grasvöllum Wimbledon en hún komst í undanúrslit á Wimbledon-mótinu á dögunum. Hún mætir Hvít-Rússanum Victoriu Azarenku í átta manna úrslitum en Azarenku er raðað númer eitt í mótinu.
Venus á þó enn möguleika á að landa sínu fjórða Ólympíugulli sem væri met. Venus og systir hennar Serena eru nefnilega komnar í átta manna úrslit í tvíliðaleik kvenna þar sem þær þykja sigurstranglegar.
Serena Williams er komin í átta liða úrslit eftir auðveldan sigur á Rússanum Veru Zvonareva 6-1 og 6-0. Hún sló frábærlega frá endalínu auk þess að bjóða upp á tólf ása.
„Spilamennska mín var ótrúleg. Ég var taugaóstyrk fyrir leikinn, ræddi ekki við neinn og síðasta æfingin var léleg. Ég átti ekki von á því að spila svona," sagði Williams sem vann síðustu tíu lotur í röð í stöðunni 2-1 í fyrsta setti.
Venus úr leik en Serena áfram
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

