Samkvæmt heimildum ESPN er Oklahoma Thunder búið að ná samkomulagi við Serge Ibaka um nýjan fjögurra ára samning. Samningurinn er metinn á 48 milljónir dollara.
Thunder átti á hættu að missa Ibaka næsta sumar en af því verður ekki.
Ibaka varði flest skot allra í NBA-deildinni á síðustu leiktíð eða 3,7 skot að meðaltali í leik.
Thunder er þar með búið að ganga frá nýjum langtímasamningum við þrjá lykilmenn en Kevin Durant og Russell Westbrook voru báðir búnir að skrifa undir nýjan samning.
Ibaka framlengir við Oklahoma

Mest lesið





Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


