Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, hefur loksins náð sátt í máli frá árinu 2005. Þá kærði áhorfandi í Memphis leikmanninn fyrir árás eftir atvik sem átti sér stað í leik Lakers og Grizzlies.
Atvikið átti sér stað þann 14. nóvember árið 2005. Kobe elti þá bolta alla leið út af vellinum og lenti á tryggingasölumanninum Bill Geeslin sem sat við völlinn.
Svo harður var áreksturinn að Geeslin marðist á lunga og átti erfitt lengi í kjölfarið. Hann lést svo árið 2008 en ekkert bendir til þess að áverkinn sem Kobe veitti honum hafi leitt til fráfalls Geesling.
"Hann keyrði inn í mig og setti handlegginn á undan sér. Hann setti handlegginn viljandi í brjóstkassann minn. Hann baðst ekki afsökunar heldur stjakaði við mér er hann labbaði í burtu. Hann var líklega fúll yfir því að vera að tapa leiknum," sagði Geesling.
Þó svo Geesling hafi fallið frá hélt dánarbúið hans kærunni gangandi. Vildi búið fá 75 þúsund dollara í bætur.
Ekki er greint frá því hvað deiluaðilar sættust á en Kobe er eflaust feginn því að málið sé frá.
Kobe nær sátt í sjö ára gömlu kærumáli

Mest lesið






„Það var engin taktík“
Fótbolti


Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn

