Viljum vinna með lögreglu í svona málum - en verðum að fara eftir lögum Boði Logason skrifar 28. ágúst 2012 16:35 „Við getum ekki tekið afstöðu út frá sakarefni. Nauðgun er hræðilegt fyrirbæri og við viljum gera allt til að aðstoða lögregluna í því að leysa svona mál. En við verðum að fara að lögum," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að Símanum sé ekki nauðsynlegt að láta af hendi upplýsingar sem gætu nýst við lausn á nauðgunarmáli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í byrjun mánaðarins. Ætlaður gerandi sést ekki greinilega á myndbandsupptökum en hann sést þó tala í síma skömmu eftir að hið ætlaða brot hafi verið framið. Lögreglan fór á fram á það að símafyrirtækjunum á Íslandi væri skylt að veita upplýsingar um alla farsíma sem hringt var úr eða í á svæðinu á tilgreindum tíma. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Hæstiréttur úrskurðaði í gær að lögreglan mætti ekki fá gögnin frá Símanum. Hvort hin símafyrirtækin hafi látið lögregluna fá upplýsingar er óljóst að svo stöddu. Sævar Freyr segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið líti svo á að því sé skylt að bera kröfur sem þessar undir dómstóla. „Þar sem við vitum að Hæstiréttur hefur ítrekað hafnað beiðnum um slíkt. Í dómnum kemur skýrt fram að ef við hefðum látið gögnin af hendi væri það brot stjórnarskrárvörðum rétti á friðhelgi einkalífsins." Sævar Freyr segir málið snúast um löggjöfina hér á landi. „Við viljum vinna með lögreglu í öllum svona málum - en við verðum að fara eftir lögum. Til að láta svona beiðnir af hendi verður löggjafinn að gera nauðsynlegar breytingar. Lögin heimila okkur ekki alltaf að taka málin lengra. Okkur ber skylda að fara eftir þeim." Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
„Við getum ekki tekið afstöðu út frá sakarefni. Nauðgun er hræðilegt fyrirbæri og við viljum gera allt til að aðstoða lögregluna í því að leysa svona mál. En við verðum að fara að lögum," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að Símanum sé ekki nauðsynlegt að láta af hendi upplýsingar sem gætu nýst við lausn á nauðgunarmáli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í byrjun mánaðarins. Ætlaður gerandi sést ekki greinilega á myndbandsupptökum en hann sést þó tala í síma skömmu eftir að hið ætlaða brot hafi verið framið. Lögreglan fór á fram á það að símafyrirtækjunum á Íslandi væri skylt að veita upplýsingar um alla farsíma sem hringt var úr eða í á svæðinu á tilgreindum tíma. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Hæstiréttur úrskurðaði í gær að lögreglan mætti ekki fá gögnin frá Símanum. Hvort hin símafyrirtækin hafi látið lögregluna fá upplýsingar er óljóst að svo stöddu. Sævar Freyr segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið líti svo á að því sé skylt að bera kröfur sem þessar undir dómstóla. „Þar sem við vitum að Hæstiréttur hefur ítrekað hafnað beiðnum um slíkt. Í dómnum kemur skýrt fram að ef við hefðum látið gögnin af hendi væri það brot stjórnarskrárvörðum rétti á friðhelgi einkalífsins." Sævar Freyr segir málið snúast um löggjöfina hér á landi. „Við viljum vinna með lögreglu í öllum svona málum - en við verðum að fara eftir lögum. Til að láta svona beiðnir af hendi verður löggjafinn að gera nauðsynlegar breytingar. Lögin heimila okkur ekki alltaf að taka málin lengra. Okkur ber skylda að fara eftir þeim."
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira