ÍBV gerði góða ferð á Selfoss í Pepsí deild kvenna í kvöld þar sem liðið vann öruggan 6-0 sigur. ÍBV komst þar með upp í 31 stig og tímabundið a.m.k. í annað sæti deildarinnar. Selfoss er sem fyrr í 7. sæti með 13 stig.
ÍBV skoraði aðeins tvö mörk í fyrri hálfleik, Kristín Erna Sigurlásdóttir á 12. mínútu og Shaneka Jodian Gordon á 33. mínútu en allar flóðgáttir opnuðust í seinni hálfleik.
Vesna Smiljkovic skoraði þrennu, á 49., 61., og 70., mínútu en auk þess skoraði Sigríður Lára Garðarsdóttir á 64. mínútu. Öruggur sigur ÍBV staðreynd og ljóst að liðið gefst ekki upp í baráttunni um annað sætið.
Stjarnan getur náð öðru sætinu á ný sigri liðið Breiðablik í kvöld.
Öruggt hjá ÍBV á Selfossi
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
