Fótbolti

Conte sannfærður um sýknudóm

Antonio Conte, þjálfari Juventus, heldur enn fram sakleysi sínu "Scommessopoli-hneykslinu" en því er haldið fram að hann hafi vitað um um tvö tilvik þar sem leikmenn ætluðu að hafa áhrif á úrslit leikja. Hann er sakaður um að þegja yfir upplýsingum.

Ítalska knattspyrnusambandið er þegar búið að dæma hann í tíu mánaða bann vegna málsins. Conte sættir sig illa við þá niðurstöðu sem hann hefur nú áfrýjað.

"Þetta er ákaflega erfið staða fyrir mig. Ásakanirnar eru byggðar á sandi. Það verður engu að síður erfitt fyrir mig að gleyma þessu öllu. Þetta er óréttlæti og ég er fullviss um að ég verði sýknaður," sagði Conte.

"Ég er saklaus og hef hreina samvisku í málinu. Ég er rólegur og öruggur með mig. Ég vonast til þess að snúa aftur á bekk Juventus um helgina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×