Rússneski auðkýfingurinn Boris Berezovsky, sem búið hefur í útlegð í Lundúnum síðustu ár, tapaði í dag dómsmáli gegn Roman Abramovich, eiganda breska fótboltaliðsins Chelsea FC.
Málið var rekið fyrir dómstóli í Lúndunum en það hverfðist um meint viðskiptasvik Abramovich. Berezovsky hélt því fram að hann hefði verið neyddur til að selja sinn hlut í rússneska olíufyrirtækinu Sibneft.
Skaðabótakrafa hans hljóðaði upp á þrjá milljarða evra eða það sem nemur tæpum 462 milljörðum íslenskra króna.
Í niðurstöðu dómsins kemur fram að Berezovsky hafi þótt afar ótrúverðugt vitni og að hann hafi farið á svig við staðreyndir. Berezovsky flúði frá Rússlandi árið 2000 en hann hafði þá fallið í ónáð hjá stjórnvöldum þar í landi.
Þá taldi dómarinn Abramovich vera afar áreiðanlegt og sannsögult vitni.
Auðkýfingar takast á - Abramovich sigraði Berezovsky

Mest lesið


Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent
Viðskipti innlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent

Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Ráðinn forstjóri Arctic Fish
Viðskipti innlent

Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið
Viðskipti innlent

Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik
Viðskipti innlent

Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent