Kubica vann fyrsta mót endurkomunnar Birgir Þór Harðarson skrifar 9. september 2012 20:58 Kubica er snúinn aftur eftir endurhæfingar og þjálfanir. nordicphotos/afp Pólski ökuþórinn Robert Kubica vann sigur í sínu fyrsta móti eftir að hafa lent í lífshættulegu slysi fyrir rúmu einu og hálfu ári. Kubica keppti í ítölsku landsrally í dag. Kubica tók einmitt þátt í rally í febrúar 2011 og lenti í slysinu örlagaríka. Slysið skaðaði hægri löpp hans mjög og hægri handleggur hans klipptist nánast af við öxl þegar vegriðsendi gekk í gegnum bílinn miðjann. Aðstoðarökumaðurinn slapp ómeiddur. Kubica hefur verið í stífri endurhæfingu eftir að hafa gengið í gegnum flóknar skurðaðgerðir í Póllandi og á Ítalíu. Aðgerðirnar hafa meðal annars miðað að því að tengja saman taugar og æðar í handlegg Kubica. Þá gekkst hann undir aðgerð fyrr í ár svo hann gæti snúið hægri lófanum niður á útréttri hendi. Í rallinu í dag ók hann Subaru Impreza WRC-bíl. Hann vann allar fjórar sérleiðirnar í Gomitolo di Lana-rallinu og kom í mark nærri mínútu á undan næsta manni. Robert Kubica vonast til að keppa í Formúlu 1 á ný og segir rallið um helgina marka upphafið af "sýnilegri þjálfun" hans. Kubica var ökumaður Renault í Formúlu 1 þegar hann lenti í slysinu. Renault heitir nú Lotus en ekki er víst hvort hann eigi enn víst sæti í Formúlu 1-bíl liðsins þrátt fyrir hafa verið mjög vinsæll innan liðsins. Formúla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Pólski ökuþórinn Robert Kubica vann sigur í sínu fyrsta móti eftir að hafa lent í lífshættulegu slysi fyrir rúmu einu og hálfu ári. Kubica keppti í ítölsku landsrally í dag. Kubica tók einmitt þátt í rally í febrúar 2011 og lenti í slysinu örlagaríka. Slysið skaðaði hægri löpp hans mjög og hægri handleggur hans klipptist nánast af við öxl þegar vegriðsendi gekk í gegnum bílinn miðjann. Aðstoðarökumaðurinn slapp ómeiddur. Kubica hefur verið í stífri endurhæfingu eftir að hafa gengið í gegnum flóknar skurðaðgerðir í Póllandi og á Ítalíu. Aðgerðirnar hafa meðal annars miðað að því að tengja saman taugar og æðar í handlegg Kubica. Þá gekkst hann undir aðgerð fyrr í ár svo hann gæti snúið hægri lófanum niður á útréttri hendi. Í rallinu í dag ók hann Subaru Impreza WRC-bíl. Hann vann allar fjórar sérleiðirnar í Gomitolo di Lana-rallinu og kom í mark nærri mínútu á undan næsta manni. Robert Kubica vonast til að keppa í Formúlu 1 á ný og segir rallið um helgina marka upphafið af "sýnilegri þjálfun" hans. Kubica var ökumaður Renault í Formúlu 1 þegar hann lenti í slysinu. Renault heitir nú Lotus en ekki er víst hvort hann eigi enn víst sæti í Formúlu 1-bíl liðsins þrátt fyrir hafa verið mjög vinsæll innan liðsins.
Formúla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira