Emil Hallfreðsson fékk ekki tækifæri til að spila með Hellas Verona gegn Reggina, hans gamla félagi, þegar þau mættust í ítölsku B-deildinni í dag.
Hellas Verona vann leikinn, 2-0, með mörkum þeirra Simon Laner og Juanito Gómez Taleb. Emil var vitanlega ekki með þar sem hann er í miðri landsleikjatörn með íslenska landsliðinu.
Emil spilaði allan leikinn þegar að Ísland vann Noreg, 2-0, í gær og fór í dag með íslenska liðinu til Kýpurs.
Verona er nú með fimm stig eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Liðið er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar.
Fyrsti sigur Hellas Verona á tímabilinu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn