Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst 190 af flugferðum sínum í morgun vegna yfirstandandi verkfalls flugliða hjá félaginu. Nær allar þessar flugferðir voru áætlaðar frá alþjóðaflugvellinum í Frankfurt.
Á föstudaginn var þurfti Lufthansa að aflýsa nærri 200 flugferðum vegna verkfallsins og þá urðu um 26.000 farþegar strandaglópar víða um heiminn.
Reiknað er með að verkfallið muni einnig valda verulegum truflunum á flugferðum frá Tegel flugvellinum við Berlín seinna í dag.
Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum Lufthansa við verkalýðsfélag flugliðanna og ber mikið í milli. Sem stendur eru verkföll flugliðanna bundin við ákveðna daga en þeir hafa hótað því að auka við verkfallsaðgerðir sínar ef samningar nást ekki fljótlega.
Lufthansa aflýsir 190 flugferðum vegna verkfalls

Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump
Viðskipti erlent

Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa
Atvinnulíf

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin
Viðskipti innlent