Norðmenn ætla ekki að bora í Norðurpólinn Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2012 05:00 Jens Stoltenberg forsætisráðherra: Slær á fingur olíu- og orkumálaráðherrans. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur sett ofan í við einn af ráðherrum sínum, sjálfan olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe, vegna yfirlýsingar hans um að Noregur gæti leitað að olíu og gasi alla leið á Norðurskautið. Norðmenn leyfa nú þegar boranir í Barentshafi, langt norðan heimskautsbaugs, og var olíumálaráðherrann, sem situr fyrir Miðflokkinn í þriggja flokka rauðgrænni ríkisstjórn Noregs, spurður í Stafangri í síðustu viku, í tengslum við ráðstefnu olíuiðnaðarins, hve langt norður á bóginn ætti að sækja. Olíumálaráðherrann svaraði í viðtali við Stavanger Aftenblad að engin ástæða væri til að hætta núna enda næði lögsaga Noregs nánast alla leið á Norðurpólinn. Yfirlýsingin vakti hörð viðbrögð náttúruverndarsamtaka og ólgu innan Vinstri sósíalista, en þaðan kemur umhverfisráðherrann Bård Vegar Solhjell. Frederic Hauge, leiðtogi Bellona, helstu umhverfissamtaka Noregs, sagði að hann gæti ekki hvatt neinn til að styðja Vinstri sósíalista ef flokkurinn lýsti því ekki yfir að hann myndi ekki sitja í ríkisstjórn sem opnaði á olíuleit á Norðurskautinu. Umhverfisráðherrann lýsti því þá yfir að olíumálaráðherrann gæti gleymt því að láta sig dreyma um boranir á pólnum. „Vinstri sósalistar vilja ekki vera hluti af ríkisstjórn sem borar eða leitar eftir olíu á svæðum í kringum Norðurskautið. Það er ekki rauðgræn pólitík," sagði umhverfisráðherrann. Leiðtogi Bellona krafði þá forsætisráðherrann um skýr svör við því hvor væri stefna ríkisstjórnarinnar í málinu; sú sem olíumálaráðherrann lýsti eða sú sem umhverfisráðherrann lýsti. Svarið er nú komið frá Jens Stoltenberg, sem sagði í viðtali við Verdens Gang: Stefna ríkisstjórnarinnar í olíumálum er skýr og felur ekki í sér að leyfðar verði olíuboranir á Norðurskautinu. Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur sett ofan í við einn af ráðherrum sínum, sjálfan olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe, vegna yfirlýsingar hans um að Noregur gæti leitað að olíu og gasi alla leið á Norðurskautið. Norðmenn leyfa nú þegar boranir í Barentshafi, langt norðan heimskautsbaugs, og var olíumálaráðherrann, sem situr fyrir Miðflokkinn í þriggja flokka rauðgrænni ríkisstjórn Noregs, spurður í Stafangri í síðustu viku, í tengslum við ráðstefnu olíuiðnaðarins, hve langt norður á bóginn ætti að sækja. Olíumálaráðherrann svaraði í viðtali við Stavanger Aftenblad að engin ástæða væri til að hætta núna enda næði lögsaga Noregs nánast alla leið á Norðurpólinn. Yfirlýsingin vakti hörð viðbrögð náttúruverndarsamtaka og ólgu innan Vinstri sósíalista, en þaðan kemur umhverfisráðherrann Bård Vegar Solhjell. Frederic Hauge, leiðtogi Bellona, helstu umhverfissamtaka Noregs, sagði að hann gæti ekki hvatt neinn til að styðja Vinstri sósíalista ef flokkurinn lýsti því ekki yfir að hann myndi ekki sitja í ríkisstjórn sem opnaði á olíuleit á Norðurskautinu. Umhverfisráðherrann lýsti því þá yfir að olíumálaráðherrann gæti gleymt því að láta sig dreyma um boranir á pólnum. „Vinstri sósalistar vilja ekki vera hluti af ríkisstjórn sem borar eða leitar eftir olíu á svæðum í kringum Norðurskautið. Það er ekki rauðgræn pólitík," sagði umhverfisráðherrann. Leiðtogi Bellona krafði þá forsætisráðherrann um skýr svör við því hvor væri stefna ríkisstjórnarinnar í málinu; sú sem olíumálaráðherrann lýsti eða sú sem umhverfisráðherrann lýsti. Svarið er nú komið frá Jens Stoltenberg, sem sagði í viðtali við Verdens Gang: Stefna ríkisstjórnarinnar í olíumálum er skýr og felur ekki í sér að leyfðar verði olíuboranir á Norðurskautinu.
Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent