Draghi ýjar að fjárinnspýtingu Magnús Halldórsson skrifar 3. september 2012 21:16 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, ýjaði að því á lokuðum fundi í Evrópuþinginu í dag að bankinn gæti þurft að koma þjóðríkjum í vanda til hjálpar með frekari kaupum á ríkisskuldabréfum. Frá þessu greindi Wall Street Journal á vef sínum í kvöld. Draghi var til svara á fundi í Evrópuþinginu, en mánaðarlegur peningastefnufundur Seðlabanka Evrópu fer fram á fimmtudaginn. Draghi sagði að ef að kaupunum yrði, myndi bankinn kaupa skuldabréf til tveggja eða þriggja ára, þannig að kaupin séu innan reglna bankans, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Sérstaklega er horft til þess að bankinn komi hugsanlega þjóðum Suður-Evrópu til hjálpar, Grikklandi, Spáni, Portúgal og Ítalíu, með fjármögnun, þá einkum með það að markmiði að lækka vaxtaálag á skuldir þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg, sem aðgengilegar eru með snjallsímaforriti fyrirtækisins, er álag á skuldir þessara ríkja það hæsta á meðal Evrópuþjóða. Álag á 10 ára ríkisskuldabréf Grikklands er langsamlega hæst, 22,2 prósent, álga á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu er 5,75 prósent og Spánar 6,79 prósent, svo dæmi séu nefnd. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal um þessi mál, hér. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, ýjaði að því á lokuðum fundi í Evrópuþinginu í dag að bankinn gæti þurft að koma þjóðríkjum í vanda til hjálpar með frekari kaupum á ríkisskuldabréfum. Frá þessu greindi Wall Street Journal á vef sínum í kvöld. Draghi var til svara á fundi í Evrópuþinginu, en mánaðarlegur peningastefnufundur Seðlabanka Evrópu fer fram á fimmtudaginn. Draghi sagði að ef að kaupunum yrði, myndi bankinn kaupa skuldabréf til tveggja eða þriggja ára, þannig að kaupin séu innan reglna bankans, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Sérstaklega er horft til þess að bankinn komi hugsanlega þjóðum Suður-Evrópu til hjálpar, Grikklandi, Spáni, Portúgal og Ítalíu, með fjármögnun, þá einkum með það að markmiði að lækka vaxtaálag á skuldir þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg, sem aðgengilegar eru með snjallsímaforriti fyrirtækisins, er álag á skuldir þessara ríkja það hæsta á meðal Evrópuþjóða. Álag á 10 ára ríkisskuldabréf Grikklands er langsamlega hæst, 22,2 prósent, álga á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu er 5,75 prósent og Spánar 6,79 prósent, svo dæmi séu nefnd. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal um þessi mál, hér.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira