Golf

Signý tryggði sér stigameistaratitilinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Signý Arnórsdóttir
Signý Arnórsdóttir Mynd/GSÍmyndir.net
Signý Arnórsdóttir úr Keili tryggði sér í dag stigameistaratitilinn í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni í golfi.

Signý hafnaði í þriðja sæti á Símamótinu, lokastigamóti Eimskipsmótaraðarinnar í Grafarholti, en hún spilaði síðasta hringinn á 78 höggum eða sjö yfir pari. Hún lauk leik á nítján höggum yfir pari samanlagt en það dugði þó til sigurs í heildarstigakeppninni.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR var í efsta sæti stigalistans fyrir mótið um helgina. Ólafía Þórunn er hins vegar farin utan til Bandaríkjana í nám og var fjarri góðu gamni.

Baráttan um efsta sætið stóð því milli Signýjar og Guðrúnar Brár Björgvinsdóttur úr Keili sem hafnaði í fjórða sætinu í dag og tryggði sér annað sætið í heildarstigakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×