Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2024 07:00 Mikel Arteta, þjálfari Arsenal. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Mikel Arteta, þjálfari Arsenal í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta, var ekki sáttur með að hans menn hafi aðeins náð í stig gegn Chelsea á Brúnni í stórleik helgarinnar. Arsenal komst yfir í leiknum en Pedro Neto jafnaði metin með góðu skoti fyrir utan teig. Arteta var hins vegar allt annað en sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Drama in added time! 🍿Arsenal came this close to finding a winner 😳#CHEARS pic.twitter.com/cQUeSoodOR— Premier League (@premierleague) November 10, 2024 „Svekkelsið að ná ekki þremur stigum er meira og verður eflaust enn meira eftir að ég horfi aftur á leikinn. Mér fannst við vera með mikla yfirburði og vorum betra liðið í mörgum fösum leiksins. Eftir að við komumst yfir er ég mjög svekktur með hvernig við fengum á okkur markið. Það var svo slakt og eitthvað sem við getum ekki samþykkt.“ „Þetta kemur í kjölfarið á föstu leikatriði og við vorum ekki skipulagðir. Við vorum ekki nægilega fljótir að skila okkur í stöðu og þú getur ekki leyft sendingu eins og þessa. Þú þarft gæðin sem Neto sýndi en þetta var ekki nægilega gott af okkar hálfu,“ sagði Arteta um markið. „Martin Ödegaard hefur verið meiddur í sex vikur og varla æft með liðinu. Að geta spilað á þessu getustigi í ensku úrvalsdeildinni segir allt um hversu vel hann sér um sig og hvaða karakter hann býr yfir,“ sagði Arteta um miðjumanninn en sá norski lagði upp mark Arsenal í leiknum. „Allt flæðir betur með leikmenn eins og hann. Í dag smullum við mun betur saman og þú gast séð flæðið en aftur; þetta snýst um að vinna.“ „Á hverjum degi höfum við lent í því að þurfa breyta einhverju stóru. Höfum þurft að skipta um vél, skipta um dekk, skipta um stýri því við höfum lent í allskyns vandræðum. Venjulega gefast lið upp en þetta lið hefur sýnt ótrúlega orku og anda,“ sagði Arteta að endingu. Arsenal er með 19 stig eftir 11 umferðir líkt og þrjú önnur lið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti og Liverpool trónir á toppnum með 28 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Arsenal komst yfir í leiknum en Pedro Neto jafnaði metin með góðu skoti fyrir utan teig. Arteta var hins vegar allt annað en sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Drama in added time! 🍿Arsenal came this close to finding a winner 😳#CHEARS pic.twitter.com/cQUeSoodOR— Premier League (@premierleague) November 10, 2024 „Svekkelsið að ná ekki þremur stigum er meira og verður eflaust enn meira eftir að ég horfi aftur á leikinn. Mér fannst við vera með mikla yfirburði og vorum betra liðið í mörgum fösum leiksins. Eftir að við komumst yfir er ég mjög svekktur með hvernig við fengum á okkur markið. Það var svo slakt og eitthvað sem við getum ekki samþykkt.“ „Þetta kemur í kjölfarið á föstu leikatriði og við vorum ekki skipulagðir. Við vorum ekki nægilega fljótir að skila okkur í stöðu og þú getur ekki leyft sendingu eins og þessa. Þú þarft gæðin sem Neto sýndi en þetta var ekki nægilega gott af okkar hálfu,“ sagði Arteta um markið. „Martin Ödegaard hefur verið meiddur í sex vikur og varla æft með liðinu. Að geta spilað á þessu getustigi í ensku úrvalsdeildinni segir allt um hversu vel hann sér um sig og hvaða karakter hann býr yfir,“ sagði Arteta um miðjumanninn en sá norski lagði upp mark Arsenal í leiknum. „Allt flæðir betur með leikmenn eins og hann. Í dag smullum við mun betur saman og þú gast séð flæðið en aftur; þetta snýst um að vinna.“ „Á hverjum degi höfum við lent í því að þurfa breyta einhverju stóru. Höfum þurft að skipta um vél, skipta um dekk, skipta um stýri því við höfum lent í allskyns vandræðum. Venjulega gefast lið upp en þetta lið hefur sýnt ótrúlega orku og anda,“ sagði Arteta að endingu. Arsenal er með 19 stig eftir 11 umferðir líkt og þrjú önnur lið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti og Liverpool trónir á toppnum með 28 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira