Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar töluvert 19. september 2012 06:32 Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert undanfarna tvo daga og kostar Brent olían nú 112,5 dollara á tunnuna. S.l. föstudag stóð verðið í rúmum 117 dollurum og hefur því lækkað um 4%. Hið sama gildir um bandarísku léttolíuna sem er í tæpum 96 dollurum á tunnuna eftir að hafa farið yfir 99 dollara á föstudag. Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka segir að fram komi í frétt frá Reuters að ekki sé hægt að benda á aðrar skýringar á þessari lækkun en þá að olíuverðið hafi stigið of skart í síðustu viku og því hafi fjárfestar verið að leysa út hagnað. Í frétt Reuters er síðan bent á að hugsanlega hafi forrituð viðskipti fjárfestingasjóða í gegnum tölvur, sem oft eru framkvæmd með miklum hraða, spilað stórt hlutverk í lækkun verðsins nú rétt eins og í hækkuninni undanfarið. Í Morgunkorninu segir síðan að dágóð hækkun hafi verið á eldsneytisverði hér á landi upp á undanförnum vikum, og hefur eldsneytisverð ekki verið hærra síðan seint í apríl sl. Algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú tæpar 262 krónur, en það var komið undir 246 krónur í júní. Nemur hækkunin á bensínlítranum þar með 6,5% frá því tímabili. Hækkunin er þó mun minni en verið hefur á tunnu á Brent á þessu sama tímabili, en í júní kostaði hún að jafnaði 95 dollara og hefur þar með hækkað um 20% frá þeim tíma. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert undanfarna tvo daga og kostar Brent olían nú 112,5 dollara á tunnuna. S.l. föstudag stóð verðið í rúmum 117 dollurum og hefur því lækkað um 4%. Hið sama gildir um bandarísku léttolíuna sem er í tæpum 96 dollurum á tunnuna eftir að hafa farið yfir 99 dollara á föstudag. Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka segir að fram komi í frétt frá Reuters að ekki sé hægt að benda á aðrar skýringar á þessari lækkun en þá að olíuverðið hafi stigið of skart í síðustu viku og því hafi fjárfestar verið að leysa út hagnað. Í frétt Reuters er síðan bent á að hugsanlega hafi forrituð viðskipti fjárfestingasjóða í gegnum tölvur, sem oft eru framkvæmd með miklum hraða, spilað stórt hlutverk í lækkun verðsins nú rétt eins og í hækkuninni undanfarið. Í Morgunkorninu segir síðan að dágóð hækkun hafi verið á eldsneytisverði hér á landi upp á undanförnum vikum, og hefur eldsneytisverð ekki verið hærra síðan seint í apríl sl. Algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú tæpar 262 krónur, en það var komið undir 246 krónur í júní. Nemur hækkunin á bensínlítranum þar með 6,5% frá því tímabili. Hækkunin er þó mun minni en verið hefur á tunnu á Brent á þessu sama tímabili, en í júní kostaði hún að jafnaði 95 dollara og hefur þar með hækkað um 20% frá þeim tíma.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira