Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað verulega á undanförnum dögum. Verðið stendur nú í 2.175 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga.
Í upphafi mánaðarins var verðið hinsvegar 1.900 dollarar á tonnið þannig að það hefur hækkað um nærri 10% í september. Fyrir helgina var verðið töluvert undir 2.100 dollurum.
Hér gætir eflaust áhrifa á áformum bandaríska seðlabankans um að kaupa skuldabréf fyrir 40 milljarða dollara á mánuði í ótilgreindan tíma. Þessi áform hafa einnig valdið töluverðum hækkunum á annarri hrávöru eins og olíu, kopar og gulli.
Heimsmarkaðsverð á áli hækkar verulega

Mest lesið

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent


Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent


Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum
Viðskipti erlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent