Hollendingurinn Arjen Robben, leikmaður Bayern München, viðurkennir að hafa ekki verið upp á sitt besta á síðustu leiktíð. Hann telur sig þurfa að vera eigingjarnari til að ná sér aftur á strik.
Robben hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðustu ár fyrir að vera of eigingjarn en leikmaðurinn trúir því að það sé rétta leiðin fyrir sig.
"Ég verð að fara aftur í það sem virkar fyrir mig. Það hljómar kannski furðulega en ég þarf að vera eigingjarnari," sagði Robben.
"Ég þarf að taka sjálfur af skarið og ná sjálfstraustinu upp hjá mér. Bara keyra á það. Ég hef aðeins verið að finna gamla Arjen á undirbúningstímabilinu.
"Ég var aldrei nógu öruggur með mig á síðustu mánuðum. Ég var að hugsa of mikið um það sem ég var að gera í stað þess að láta innsæið ráða. Að vera óútreiknanlegur er minn helsti styrkleiki."
Robben: Ég þarf að vera eigingjarnari

Mest lesið







Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn
Íslenski boltinn

Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti
