Serbneski varnarmaðurinn Aleksandar Kolarov hjá Man. City bíður spenntur eftir leiknum gegn Man. City á þriðjudag. Hann er sérstaklega spenntur fyrir því að glíma við Cristiano Ronaldo.
Kolarov gæti fengið að glíma vð Ronaldo í leiknum ef hann verður valinn í liðið og hann er til í þá glímu.
"Ronaldo er sérstakur leikmaður. Hann er besti leikmaður heims ásamt Messi. Það verður mikið próf að spila gegn slíkum manni. Hann spilaði þess utan með Man. Utd þannig að hann vill örugglega skora gegn okkur," sagði Kolarov.
"Ég mæti samt fullur sjálfstrausts til leiks enda tel ég City geta mætt til Madrid með nóg sjálfstraust. Þetta ætti að verða frábært kvöld fyrir félagið."
Kolarov er klár í að taka á Ronaldo

Mest lesið









Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum
Íslenski boltinn

Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag
Fótbolti