Lego-fjölskyldan, með Kirk Kristiansen í broddi fylkingar, er áfram langauðugasta fjölskyldan í Danmörku.
Þetta kemur fram í árlegri úttekt Berlinske um auðugustu Danina. Legokubbarnir mala stöðugt gull fyrir eigendur sína en auður fjölskyldunnar er metinn á 55 milljarða danskra króna eða talsvert yfir 1.100 milljarða króna.
Nokkurt bil er síðan niður í annað sætið en það skipar fjölskylda Holch Povlsen sem á fataverlsunarkeðjuna Bestseller. Auður Povlsen fjölskyldunnnar er metinn á 25 milljarða danskra króna og er hún því ekki hálfdrættingur á borð við Lego veldið.
Í þriðja sæti er svo sængurfatakaupmaðurinn Lars Larsen en auður hans er metinn á 18 milljarða danskra kr.
Lego-fjölskyldan áfram sú langauðugasta í Danmörku

Mest lesið

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent


Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti
Atvinnulíf

Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku
Viðskipti innlent

Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð
Viðskipti erlent


Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims
Viðskipti erlent

Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn
Viðskipti erlent
