Patrick Ewing er sármóðgaður út í sitt gamla félag, NY Knicks, eftir að félagið bauð honum að þjálfa D-deildarfélag sitt, Eerie BayHawks.
Knicks vantar einn aðstoðarmenn á bekkinn en vill ekki fá Ewing. Þeir buðu honum því starfið hjá BayHawks til málamynda. Hinn móðgaði Ewing afþakkaði boðið.
Ewing vill komast að sem þjálfari í NBA-deildinni og sótti um störf hjá Charlotte og Portland í sumar en án árangurs.
Ewing hefur verið aðstoðarmaður í Orlando en lítil eftirspurn virðist vera eftir kröftum hans í dag.
