Örlög evrunnar ráðast nú eftir skamma stund en þá mun stjórnlagadómstóll Þýskalands í Karlsruhe kveða upp úrskurð sinn um hvort stöðugleikasjóður evrusvæðisins, svokallaður ESM sjóður, er í samræmist ákvæðum þýsku stjórnarskrárinnar.
Sjóðurinn á að vera 500 milljarðar evra að stærð og notast til að aðstoða evruþjóðir í efnahagsvandræðum. Þeir átta dómarar sem skipa dómstólinn munu kveða upp úrskurð sinn klukkan átta að okkar tíma.
Í frétt um málið í Financial Times kemur fram að dómararnir hafi hafnað beiðni um að fresta úrskurði sínum.
Bæði stjórnvöld og stjórnarandstaðan í Þýskalandi eiga von á að niðurstaða dómstólsins verði sú að stöðugleikasjóðurinn brjóti ekki í bága við þýsku stjórnarskránna. Lögin um hann voru samþykkt með auknum þingmeirihluta á þýska þinginu á sínum tíma.
Fari hinsvegar svo að dómstóllinn komist að öndverðri niðurstöðu telja flestir að dagar evrusvæðisins séu taldir.
