Tónlist

Sigur Ros biður breska tónleikagesti afsökunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Þór Birgisson söngvari Sigur Rósar.
Jón Þór Birgisson söngvari Sigur Rósar.
Hljómsveitin Sigur Ros hefur beðist afsökunar á því að hafa bannað skipuleggjendum Bestival tónleikanna, sem fram fóru í Bretlandi á sunnudag, að birta atriði þeirra á tónleikunum á netinu. Samkvæmt vefnum Contatcmusic urðu tónlistarmennirnir lítt kátir þegar þeim var tilkynnt að atriði þeirra á tónleikunum yrði fært og þeir myndu koma fram fyrr um daginn. Töldu þeir að atriðið kæmi ekki eins vel út ef þeir myndu spila í björtu. Eftir að hafa spilað á tónleikunum skoðuðu tónlistarmennirnir myndskeið af atriði þeirra og neituðu að birta það á netinu. Þeir hafa núna beðist afsökunar á því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×