Átta leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag og var nokkuð mikið um spennandi og skemmtilega leiki.
Nú fyrir stuttu lauk viðureign Inter Milan og Fiorentina þar sem Inter Milan bar sigur úr býtum 2-1.
Diego Milito kom heimamönnum yfir eftir rúmlega fimmtán mínútna leik þegar hann skoraði úr vítaspyrnu.
Antonio Cassano kom síðan heimamönnum í 2-0 tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Rétt fyrir lok hálfleiksins náði Rômulo að minnka muninn fyrir Fiorentina og þannig var staðan í hálfleik.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og lauk leiknum með fínum sigri heimamanna.
Úrslit dagsins í ítalska boltanum:
Udinese - Genoa - 0-0
Sampdoria - Napoli - 0-1
Lazio - Siena - 2-1
Atalanta - Torino - 1-5
Bologna - Catania -4-0
Cagliari - Pescara - 1-2
Palermo - Chievo - 4-1
Inter - Fiorentina - 2-1
Inter Milan bar sigur úr býtum gegn Fiorentina | Öll úrslit dagsins
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið






Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn




Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti