Christine Lagarde forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) var harðorð í garð Grikkja í gærkvöldi að loknum fundi hennar með fjármálaráðherrum evrusvæðisins í Lúxemborg.
Lagarde sagði að það væri kominn tími til þess að Grikkir gerðu eitthvað í sínum málum í stað þess að ræða bara endalaust um vandamálin.
Á fundinum var ákveðið að Grikkir fengju tíu daga frest eða fram til 18. október til að þess að koma á fót nauðsynlegum hagræðingar og sparnaðaraðgerðum sínum. Þessar aðgerðir eru forsenda þess að Grikkir fái næstu útborgun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópisambandinu.
Yfirvöld í Grikklandi hafa sagt að ef þeir fá ekki næstu útborgun úr neyðaraðstoð AGS og ESB muni ríkiskassi þeirra tæmast í næsta mánuði. Útborgunin nemur 31,5 milljörðum evra.
Lagarde harðorð í garð Grikkja, þeir fá 10 daga frest

Mest lesið

Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís
Viðskipti innlent

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent


Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli
Viðskipti innlent

Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent