Nýkrýndir Englandsmeistarar Arsenal fóru auðveldlega inn í sextán liða úrslit Meistaradeildar kvenna í fótbolta eftir 4-0 sigur á Barcelona í seinni leiknum í dag. Enska liðið vann leikina tvo samanlagt 7-0.
Skoska landsliðskonan Jennifer Beattie skoraði þrennu í leiknum í dag og fjórða markið skoraði Kim Little. Beattie skoraði líka fyrsta markið í fyrri leiknum.
Arsenal hefur unnið Englandsmeistaratitilinn undanfarin níu ár og kvennalið félagsins hefur nú unnið þrettán síðustu titlana sem félagið hefur unnið enda kom síðasti titill karlaliðsins í hús vorið 2005.
Arsenal mætir þýsku meisturunum í Turbine Potsdam í 16 liða úrslitunum. Arsenal-lðið hefur alla leið í undanúrslitin undanfarin tvö tímabil og vann Meistaradeildina í fyrsta og eina skiptið árið 2007.
Arsenal vann Barcelona samanlagt 7-0

Mest lesið

Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti




Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn

„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
