Ferskur andblær Trausti Júlíusson skrifar 3. október 2012 10:36 Ojba Rasta er ellefu manna hljómsveit sem spilar reggítónlist. Íslendingar voru lengi að ná áttum í reggíinu. Eftir að Hjálmar sýndu að það er ekkert sjálfsagðara en að spila reggí á Íslandi hefur þeim fjölgað ört sem fást við þessa tegund tónlistar hér á landi. Ojba Rasta vakti verulega athygli þegar sveitin sendi frá sér lagið Baldursbrá í vor. Það náði vinsældum á útvarpsstöðvunum, enda frábært lag, texti og útsetning. Eitt af lögum ársins. Hljómsveitin er líka þekkt fyrir skemmtilega framgöngu á tónleikum undanfarin misseri og nú er fyrsta platan komin út, samnefnd sveitinni. Það eru átta lög á Ojba Rasta-plötunni og þau eru öll góð, þó að ekkert slái smellinum Baldursbrá við. Nokkrum laganna svipar til Baldursbrár, en önnur eru ólík, t.d. instrúmental döbb-lagið Sólstöður og lokalagið, Í ljósaskiptunum, sem byrjar á rappi en þróast svo yfir í döbb. Bæði mjög góð lög. Textarnir eru yfir það heila ágætir. Flest lög og texta á Arnljótur Sigurðsson, en Teitur Magnússon er líka atkvæðamikill. Allir textarnir eru á íslensku, nema einn, við lagið Jolly Good. Hann er áberandi lakastur. Þetta er vel unnin plata; hljómurinn er flottur og umslagið er frábært, litríkt og líflegt og fullt af skemmtilegum tilvísunum. Á heildina litið er þessi fyrsta plata Ojba Rasta mjög vel heppnuð. Flott lög og textar og frísklegar útsetningar. Hún kemur eins og ferskur andblær inn í íslenskt tónlistarlíf. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Ojba Rasta er ellefu manna hljómsveit sem spilar reggítónlist. Íslendingar voru lengi að ná áttum í reggíinu. Eftir að Hjálmar sýndu að það er ekkert sjálfsagðara en að spila reggí á Íslandi hefur þeim fjölgað ört sem fást við þessa tegund tónlistar hér á landi. Ojba Rasta vakti verulega athygli þegar sveitin sendi frá sér lagið Baldursbrá í vor. Það náði vinsældum á útvarpsstöðvunum, enda frábært lag, texti og útsetning. Eitt af lögum ársins. Hljómsveitin er líka þekkt fyrir skemmtilega framgöngu á tónleikum undanfarin misseri og nú er fyrsta platan komin út, samnefnd sveitinni. Það eru átta lög á Ojba Rasta-plötunni og þau eru öll góð, þó að ekkert slái smellinum Baldursbrá við. Nokkrum laganna svipar til Baldursbrár, en önnur eru ólík, t.d. instrúmental döbb-lagið Sólstöður og lokalagið, Í ljósaskiptunum, sem byrjar á rappi en þróast svo yfir í döbb. Bæði mjög góð lög. Textarnir eru yfir það heila ágætir. Flest lög og texta á Arnljótur Sigurðsson, en Teitur Magnússon er líka atkvæðamikill. Allir textarnir eru á íslensku, nema einn, við lagið Jolly Good. Hann er áberandi lakastur. Þetta er vel unnin plata; hljómurinn er flottur og umslagið er frábært, litríkt og líflegt og fullt af skemmtilegum tilvísunum. Á heildina litið er þessi fyrsta plata Ojba Rasta mjög vel heppnuð. Flott lög og textar og frísklegar útsetningar. Hún kemur eins og ferskur andblær inn í íslenskt tónlistarlíf.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira