Ferskur andblær Trausti Júlíusson skrifar 3. október 2012 10:36 Ojba Rasta er ellefu manna hljómsveit sem spilar reggítónlist. Íslendingar voru lengi að ná áttum í reggíinu. Eftir að Hjálmar sýndu að það er ekkert sjálfsagðara en að spila reggí á Íslandi hefur þeim fjölgað ört sem fást við þessa tegund tónlistar hér á landi. Ojba Rasta vakti verulega athygli þegar sveitin sendi frá sér lagið Baldursbrá í vor. Það náði vinsældum á útvarpsstöðvunum, enda frábært lag, texti og útsetning. Eitt af lögum ársins. Hljómsveitin er líka þekkt fyrir skemmtilega framgöngu á tónleikum undanfarin misseri og nú er fyrsta platan komin út, samnefnd sveitinni. Það eru átta lög á Ojba Rasta-plötunni og þau eru öll góð, þó að ekkert slái smellinum Baldursbrá við. Nokkrum laganna svipar til Baldursbrár, en önnur eru ólík, t.d. instrúmental döbb-lagið Sólstöður og lokalagið, Í ljósaskiptunum, sem byrjar á rappi en þróast svo yfir í döbb. Bæði mjög góð lög. Textarnir eru yfir það heila ágætir. Flest lög og texta á Arnljótur Sigurðsson, en Teitur Magnússon er líka atkvæðamikill. Allir textarnir eru á íslensku, nema einn, við lagið Jolly Good. Hann er áberandi lakastur. Þetta er vel unnin plata; hljómurinn er flottur og umslagið er frábært, litríkt og líflegt og fullt af skemmtilegum tilvísunum. Á heildina litið er þessi fyrsta plata Ojba Rasta mjög vel heppnuð. Flott lög og textar og frísklegar útsetningar. Hún kemur eins og ferskur andblær inn í íslenskt tónlistarlíf. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Ojba Rasta er ellefu manna hljómsveit sem spilar reggítónlist. Íslendingar voru lengi að ná áttum í reggíinu. Eftir að Hjálmar sýndu að það er ekkert sjálfsagðara en að spila reggí á Íslandi hefur þeim fjölgað ört sem fást við þessa tegund tónlistar hér á landi. Ojba Rasta vakti verulega athygli þegar sveitin sendi frá sér lagið Baldursbrá í vor. Það náði vinsældum á útvarpsstöðvunum, enda frábært lag, texti og útsetning. Eitt af lögum ársins. Hljómsveitin er líka þekkt fyrir skemmtilega framgöngu á tónleikum undanfarin misseri og nú er fyrsta platan komin út, samnefnd sveitinni. Það eru átta lög á Ojba Rasta-plötunni og þau eru öll góð, þó að ekkert slái smellinum Baldursbrá við. Nokkrum laganna svipar til Baldursbrár, en önnur eru ólík, t.d. instrúmental döbb-lagið Sólstöður og lokalagið, Í ljósaskiptunum, sem byrjar á rappi en þróast svo yfir í döbb. Bæði mjög góð lög. Textarnir eru yfir það heila ágætir. Flest lög og texta á Arnljótur Sigurðsson, en Teitur Magnússon er líka atkvæðamikill. Allir textarnir eru á íslensku, nema einn, við lagið Jolly Good. Hann er áberandi lakastur. Þetta er vel unnin plata; hljómurinn er flottur og umslagið er frábært, litríkt og líflegt og fullt af skemmtilegum tilvísunum. Á heildina litið er þessi fyrsta plata Ojba Rasta mjög vel heppnuð. Flott lög og textar og frísklegar útsetningar. Hún kemur eins og ferskur andblær inn í íslenskt tónlistarlíf.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira