Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls, er ekkert á förum á næstunni enda er hann búinn að samþykkja nýjan fjögurra ára samning við félagið.
Skrifað verður undir samninginn fljótlega og hermt er að þjálfarinn muni fá 18 milljónir dollara á samningstímanum. Það er svipað og Scott Brooks fékk hjá Oklahoma í sumar.
"Ég elska að starfa fyrir þetta félag og ég vildi ekki vera annars staðar. Þetta hefur verið frábær tími hingað til og ég veit að svo verður áfram," sagði Thibodeau.
Leikmenn liðsins hafa lýst yfir ánægju sinni með þessi tíðindi enda hefur Thibodeau verið að gera mjög fína hluti með Bulls á síðustu árum.
Thibodeau framlengir við Bulls

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti




Raggi Nat á Nesið
Körfubolti




Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn