Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um eina eftirlitsstofnun fyrir alla banka í aðildarríkjum sambandsins á toppfundi sínum sem nú stendur yfir í Brussel.
Stofnunin verður tengd Seðlabanka Evrópu og hinum nýja stöðugleikasjóð ESM. Þessi eftirlitsstofnun verður sett á laggirnar í áföngum á næsta ári. Hún fær vald til þess að grípa í taumana ef skuldastaða banka ógnar tilveru þeirra.
Stöðugleikasjóðurinn hefur síðan möguleika á að aðstoða þessa banka með lánum án þess að slík lán hafi áhrif á skuldir hins opinbera í viðkomandi ríkjum.

