Hagnaður söluvefsins eBay nam 718 milljónum dollara á þriðja ársfjórðungi, eða sem nemur tæplega 90 milljörðum króna. Sala á vefnum jókst um 14 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Heildartekjur vefsins á þriðja ársfjórðungi námu 3,4 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 418 milljörðum króna.
Fyrirtækið er þessa dagana að kynna nýtt útlit eBay og er auglýsingin hér fyrir ofan liður í þeirri herferð. Hér má síðan sjá umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um uppgjör eBay.
Viðskipti erlent